Fara í efni
Mannlíf

Andrea Björg sigraði í keppni kaffibarþjóna

Andrea Björg kaffibjarþjónn á LYST í Lystigarðinum á Akureyri sigraði í Latte art keppni sem nýlega fór fram á staðnum. Öllum baristum á svæðinu var boðið að taka þátt.

Keppnin fór þannig fram að tveir keppendur vönduðu sig við að gera eins fallegan bollta og mögulegt var og dómnefnd dæmdi annan úr leik en hinn keppandinn fór áfram í næstu umferð.

Að því loknu fór fram keppni með sama sniðu um annað sætið og þar var Sean sigur úr býtum; hann er barista frá Suður-Kóreu á ferðalagi sem er á ferðalagi um Ísland.

Í dómnefnd voru Vala Stefánsdóttir eigandi Kvörn, Ída Irene Oddsdóttir frá Artic challenge og Rannveig Einarsdóttir. Keppnin var styrkt af Omnom, MS, Ölgerðinni, Heiðu haframjólk, Reykjavík roasters, Kvörn og LYST.

Að sögn Reynis Gretarssonar eiganda LYST er stefnt að því að keppnin um Latte art meistara Norðurlands fari fram árlega héðan í frá.

Andrea Björg sem sigraði í keppninni.

Sean frá Suður-Kóreu sem varð í öðru sæti.