Akureyrskt lag í tilefni nýtnivikunnar
Tónlistarmaðurinn Halldór Kristinn Harðarson, sem kallar sig KÁ/AKÁ, hefur birt frumsamið lag sem hann gerði fyrir Akureyrarbæ í tilefni evrópsku nýtnivikunnar sem nú stendur yfir.
„Lagið er um ósýnilegan úrgang og er ég að syngja um hvað væri hægt að gera betur, t.d flokka rusl, endurnýta föt, borða meira af grænu og minnka bíla notkun, ég er mjög lélegur í þessu öllu nema að nota bíl, ég er duglegur að þjóta um á rafmagnshjólinu mínu sem ég er á í vídeóinu mínu og þar að leiðandi menga ég minna, þetta eru allt hlutir sem fólk mætti spá meira í,“ segir Halldór Kristinn.
Halldór Kristinn samdi textann, Helgi Sæmundur lagið, Þóroddur Ingvarsson hljóðblandaði lagið og Axel Þórhallsson gerði myndbandið.
Horfið á lagið HÉR
Guðmundur Haukur Sigurðarson, einn pistlahöfunda Akureyri.net fjallaði um evrópsku nýtnivikuna á miðvikudaginn. Pistil hans er HÉR