Fara í efni
Mannlíf

Áfram milt veður fram eftir vikunni

Á góðviðrisdögum lifnar yfir mannlífinu í miðbænum og víðar, fólkið flykkist út undir beran himin og nýtur góðra veitinga. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Veðrið hefur leikið við Akureyringa undanfarna daga, sem Akureyringum sjálfum þykir trúlega ekki fréttnæmt. Eftir fremur kalt vor hlýnaði loks verulega um helgina með tilheyrandi leysingum og mórauðum lit á vatnsföllum. Hitinn náði þó ekki nema 16 til 18 gráðum á laugardag og sunnudag, sem voru auðvitað viðbrigði frá dögunum á undan.


Mannlífið og menningin blómstra á góðviðrisdögum. Fólk nýtur þess að sýns sig og sjá aðra og sumir skemmta öðrum. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Veðurvefurinn Blika segir okkur að það verði tiltöluhlega hlýtt á Akureyri út vikuna, ekki þó alveg eins og um liðna helgi því sólin ætlar að láta ljós sitt skína á aðra næstu daga. Eins og sjá má á skjáskotinu hér að neðan verður hins vegar milt veður, lítill vindur og engin úrkoma.

Hlýindum fylgja óhjákvæmilega leysingar, snjórinn í fjöllunum bráðnar hraðar og vatnið streymir til sjávar. Á leiðinni fylgir með framburður úr ám og lækjum og vatnið tekur á sig mórauðan lit, eins og sjá mátti á Gleránni síðdegis á laugardaginn.


Gleráin mórauð af framburði. Mynd: Haraldur Ingólfsson.