Fara í efni
Mannlíf

Áfengi líklega bannað kæmi það á markað nú

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir áfengi með hættulegri efnum sem fólk notar og væri líklega alfarið bannað ef það væri að koma á markaðinn í dag. Hann fjallar um áfengi í nýjum pistli í röðinni Fræðsla til forvarna og segir meðal annars:

„Margir vita að áfengi getur haft slæm áhrif á lifur en nýrri rannsóknir sýna að áhrifin eru mun víðtækari og að áfengi er eitur fyrir öll líffæri. Áfengið hefur líka ónæmisbælandi áhrif sem eykur líkur á sýkingum og er nú flokkað sem krabbameinsvaldandi efni. Áhrifin á heilann geta líka verið umtalsverð með þunglyndi, kvíða og skerðingu á vitrænni getu og í kjölfarið truflað félagslega heilsu, þ.e.a.s haft áhrif á samskipti og hegðun.“

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs