Fara í efni
Mannlíf

Aðalstræti 22 var reist 1898 – af konu

„Það er freistandi að draga þá ályktun, að á síðustu árum 19. aldar, hafi verið nokkur uppgrip í húsbyggingum á Akureyri og Oddeyri. Það eru e.t.v. ekki mjög vísindaleg rök fyrir þeirri freistni greinarhöfundar, en hún ræðst einfaldlega af því, að hlutfallslega eru tiltölulega mörg hús sem enn standa byggð, árin 1897 og 1898,“ segir Arnór Bliki Hallmundsson í nýjum pistli í röðinni Hús dagsins.

„Mun færri hús eru t.d. frá árunum 1890-95. Hér ber hins vegar að hafa í huga, að þó nokkur hús frá þessu árabili hafa týnt tölunni, hvort heldur er í eldsvoðum eða niðurrifi. En eitt þeirra nokkuð mörgu húsa bæjarins með skráð byggingarár 1898 er Aðalstræti 22. Hér er um að ræða einfalt og látlaust tvílyft timburhús sem er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir, að kona reisti það, en slíkt var fremur óalgengt í lok 19. aldar. Umrædd kona, var Anna Sigríður Erlendsdóttir, kaupkona.“

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika