Fara í efni
Mannlíf

Aðalatriðið að reykja og nóg var til af njóla

Aðalatriðið var að reykja. Fyrirmyndirnar voru svo að segja á hverju strái. Það sást ekki í saumaklúbbana fyrir mekkinum sem lagði af vindlingum frúnna sem prjónuðu, reyktu og töluðu í einni saman hendingunni.

Þannig hefst 75. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Það reyktu allir. Kennarar frammi fyrir nemendum, gjaldkerar inni í básum sínum og rútubílstjórar á meginleiðum landsins. En þess utan farþegar, af fremsta bekk og aftur úr, en sú nýlunda var þó tekin upp í innanlandsflugi, líklega á áttunda áratugnum, að aðeins mætti reykja öðru megin í Fokkernum.

Það hefur líklega verið léttir fyrir þá sem sátu hinum megin.

Pistill dagsins: Njóli