Fara í efni
Mannlíf

Að undrast er eiginleiki sem gott er að halda í

Að undrast er eiginleiki sem gott er að halda í og vera meðvitaður um. Það er góð leið til að tengjast tilfinningum sínum og líðan og til að njóta betur alls þess merkilega sem er að finna í náttúrunni og nærumhverfinu.

Þannig hefst sjöundi pistill Hrundar Hlöðversdóttur rithöfundar sem birtist á Akureyri.net í dag. Pistlar Hrundar, þar sem hún fjallar um mennskuna, birtast annan hvern föstudag.

Á Spánarströnd varpa silfurgeislar tunglsins ævintýralegri birtu á hafflötinn. Pálmagreinar sveiflast og krybbukurrið er róandi. Það er notalegt að sitja niðri við sjóinn og finna værðina í öldugjálfrinu og hlýrri nóttinni.

Hrund segir einnig í pistlinum: Þegar kemur að því að undrast getum við tekið börnin okkur til fyrirmyndar. Tveggja ára frænka mín varð svo hissa og undraðist þegar fyrsti snjórinn féll í október. Hún á ekki minningar um snjó frá síðasta ári og fannst skrítið að fá snjóinn á skóna sína. 

Smellið hér til að lesa pistil Hrundar Hlöðversdóttur