Fara í efni
Mannlíf

Að þekkja styrkleika er vænlegt til árangurs

Haukur Pálmason hefur skrifað um jákvæða sálfræði í röð pistla fyrir Akureyri.net. Í nýjum og afar áhugaverðum pistli fjallar Haukur um árangur.

„Það er hægt að tala um ýmislegt þegar kemur að umfjöllun um árangur. Markmiðasetning er t.d. gott og vinsælt umræðuefni,“ segir Haukur, en hann nálgast málið hinsvegar út frá styrkleikum.  „Ég tel að það að þekkja sína styrkleika vel sé vænleg leið til að auka þann árangur sem skiptir máli,“ skrifar hann.

„Í gegnum árin hafa veikleikar fólks verið mikið rannsakaðir, en styrkleikar eru ekki minna merkilegir en veikleikar, og eru líka alveg jafn raunverulegir. Þar af leiðandi er hægt að rannsaka styrkleika með vísindalegum aðferðum.“

Smellið hér til að sjá lesa pistil Hauks