Fara í efni
Mannlíf

Að sofa við sjónvarpið, í kirkju – og í leikfimi

Afi minn heitinn og nafni sagði mér stundum sögu af karli sem var viðstaddur skírn sveinbarns. Því var gefið hið fagra og tilkomumikla nafn, Svavar. Þegar karlinn kom heim úr kirkju og var spurður að því hvað barnið hafi verið látið heita svaraði hann:

„Æ, það var sísofandi eitthvað.“

Þannig hefst nýr pistill séra Svavars Alfreðs Jónssonar, sem birtist á Akureyri.net í kvöld. Hann fer á kostum að vanda.

Síðan segir Svavar: Alveg burtséð frá því hvort eitthvað syfjulegt sé við nafnið mitt finnst mér fátt betra en að fá mér blund og hef gert það við hin ólíklegustu tækifæri, viljandi og óviljandi. Ég hef til dæmis oftar en einu sinni sofnað í kirkju – þó aldrei nema sem gestur.

Smellið hér til að lesa pistil Svavars Alfreðs