Fara í efni
Mannlíf

Að rjúfa mörk, brjóta lög og svívirða siðareglur

„Ég er hinn íslenski athafnamaður sem rís hátt upp úr meðalmennskunni, ber af öðrum, svíf um óravíddir fjármálahimins meðan aðrir skríða í duftinu eins og ormar og naga mylsnur sem hrynja af allsnægtaborði mínu.“

Þannig hefst nýr pistill Stefáns Þórs Sæmundssonar þar sem hann fjallar um hinn íslenska athafnamann.

Stefán segir af og frá að hann ætli að hæðast að dugmiklum manneskjum „sem vilja valsa frjálsar um lendur hagkerfisins enda er ég býsna hrifinn af einstaklingshyggju upp að vissu marki.“ En, segir hann „mér finnst hins vegar þegar ég les endalausar fréttir af hvers kyns óheiðarleika, skattsvikum, mansali, innflutningi á vafasömum efnum, braski með bíla og húsnæði og skefjalausri eigingirni og skeytingarleysi um hag náungans, að við séum einum of dugleg að rjúfa mörk, brjóta lög og svívirða siðareglur.“

Smellið hér til að lesa pistil Stefáns Þórs.