Áberandi trjágróður á Akureyri þá og nú
„Þeir, sem eiga leið um Akureyri eða hafa viðdvöl þar, munu veita því athygli, hve trjágróðurinn er áberandi í bænum, svo að vart mun annar fjölbýlisstaður á landinu standa Akureyri framar á því sviði.“ Þetta eru upphafsorðin í ritgerð sem Ármann Dalmannsson skrifaði í Garðyrkjuritið árið 1978, segir Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar. „Þar fer [Ármann] með lesandann í ferðalag í gegnum bæinn frá Kjarnaskógi og að hinu nýja Glerárhverfi og segir frá því helsta sem fyrir augu ber.“
Sigurður segir: „Það er fróðlegt að renna yfir pistilinn og bera hann saman við þann gróður sem nú er í bænum. Hér er þó ekki hugmyndin að endurskrifa allan pistilinn heldur stikla á stóru og birta glefsur úr ritgerðinni. Við skoðum í leiðinni hvort og hvernig áhersla á trjágróður í bænum hefur breyst frá því að ritgerðin var skrifuð og hvernig trén hafa vaxið og dafnað síðan þá. Þess vegna fórum við svipaða slóð og Ármann lýsti og tókum nokkrar myndir. Við birtum þær og sumar af myndunum sem voru í gömlu greininni og sýna okkur tré í bænum fyrir 45 árum síðan.“
Smellið hér til að lesa pistilinn