AA-samtökin til húsa í gömlu brugghúsi
„Þann 3. maí 1986 átti sá merkisatburður sér stað, að Íslendingar tóku í fyrsta skipti þátt í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.“
Þannig hefst nýr pistill Arnórs Blika Hallmundssonar í röðinni Hús dagsins.
Síðan segir: „Þann dag voru einnig liðin slétt 100 ár frá því að Bygginganefnd Akureyrar afgreiddi byggingaleyfi til handa þeim Einari Pálssyni kaupmanni og Þórði Brynjólfssyni trésmiði. Fengu þeir leyfi til byggingar húss á Oddeyri, 14 álna langt frá austri til vesturs, á móti húsi O. Hauskens og 20 álnir milli húsanna. Síðar var Lundargata lögð þarna á milli. Umrætt hús Hauskens var einmitt flutt um nokkra metra og komið fyrir við Lundargötu, nánar tiltekið nr. 2 og stendur þar enn. Og hús Einars Pálssonar og Þórðar Brynjólfssonar stendur einnig enn og er Strandgata 21.“
Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.