Fara í efni
Mannlíf

15 ára afmælishátíð Beint frá býli í Holtseli

Í tilefni 15 ára afmælis félagsins Beint frá býli verða haldnir afmælisviðburðir um land allt í dag, sunnudaginn 20. ágúst, frá kl. 13.00 til 17.00. 
 
Á Norðurlandi eystra verður viðburðurinn haldinn í Holtseli í Eyjafjarðarsveit af Fjólu Kim Björnsdóttur, Örnu Mjöll Guðmundsdóttur og Styrmi Frostasyni. 
 
„Gestir munu geta notið þess sem Holtsel hefur upp á að bjóða og kynnst heimavinnsluaðilum á lögbýlum á Norðurlandi eystra - sem eru félagsmenn í Beint frá býli, en þeir verða í Holtseli þennan dag til að kynna og selja vörur sínar og segja frá starfseminni,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
 
„Í boði verður afmæliskaka, kaffi og djús. Grillaðar pylsur frá Kjarnafæði verða til sölu á frábæru verði. Opið verður inn í fjósið, hundurinn Spori tekur gestum fagnandi og hænurnar láta sig ekki vanta. Allir krakkar eru hvattir til að kríta á fjósa tröppurnar og lita á heyrúllur.“
 
Smellið hér til að sjá heimasíðu Beint frá býli