Íþróttir
Viktor valinn besti kraftlyftingakarlinn
15.12.2021 kl. 23:00
Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar hefur verið valinn kraftlyftingkarl ársins hérlendis. Það er stjórn Kraftlyftingasambandsins sem velur hverju sinni. Viktor keppir í klassískum kraftlyftingum og kraftlyftingum í -105kg flokki.
Á heimasíðu Kraftlyftingasambands Íslands er árangur Viktors á árinu rifjaður upp:
- Stigahæsti kraftlyftingakarl Íslands árið 2021 með 99,93 stig
- Heimsmeistaramót 2021 – 6.sæti
- Evrópumót 2021 – 6.sæti
- Íslandsmeistari 2021 í klassískum kraftlyftingum
- Íslandsmeistari 2021 í klassískri réttstöðulyftu
- Íslandsmeistari 2021 í réttstöðulyftu.
- Sigraði á Reykjavíkurleikunum 2021
- Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og í samanlögðu á árinu.
Viktor hefur einu sinni áður verið valinn kraftlyftingakarl ársins, árið 2015. Vert er geta þess að hann hefur verið valinn íþróttakarl ársins á Akureyri í síðustu þrjú skipti.