Íþróttir
Veislan að hefjast í Akureyrarlaug
24.06.2021 kl. 21:10
Nokkrir heimamenn stigu léttan og skemmtilegan upphitunardans á laugarbakkanum eftir setningu AMÍ í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi (AMÍ) var sett í Sundlaug Akureyrar í kvöld og keppni hefst í fyrramálið.
AMÍ er árleg uppskeruhátíð 11 til 17 ára sundkrakka, alvöru mót því ekki komast allir á mótið heldur aðeins þeir sem ná ákveðnum lágmörkum. Keppendur eru vel á þriðja hundrað og mótið stendur til sunnudags.
- Athygli er vakin á því að Sundlaug Akureyrar er lokuð almenningi þar til síðdegis alla mótsdagana, föstudag, laugardag og sunnudag; opnað verður fyrir aðra en keppendur klukkan 17.00 og laugin opin til klukkan 22.00.
- Á vef Akureyrarbæjar segir: „Veðurspá fyrir helgina er góð og er sundþyrstum bent á aðrar frábærar sundlaugar í grenndinni. Glerárlaug verður opin meira en venjulega, það er kl. 9-17 á laugardag og sunnudag, og svo er tilvalið að skella sér í sund í Hrísey, Grímsey, Hrafnagili eða Þelamörk svo nokkur dæmi séu nefnd.“