Fara í efni
Íþróttir

Vantaði meira frá öllum leikmönnum

Árni Bragi Eyjólfsson var markahæsti KA-maðurinn í gær eins og svo oft áður. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

KA-menn náðu ekki að sýna sitt rétta andlit þegar þeir sóttu Hauka heim í Olís deild Íslandsmótsins í handbolta í gær. Haukar unnu stóran og öruggan sigur, 32:23.

„Mér fannst við vera mjög langt frá því sem við ætluðum okk­ur að gera. Ég get svo sem ekki sagt til um hvað veld­ur því. Þeir settu tón­inn bara strax í byrj­un, við vor­um ekki ná­lægt þeim, töpuðum öll­um ein­vígj­um, sókn­ar­lega. Mér fannst við vera tekn­ir mjög illa á lík­am­lega þætt­in­um og hörku. Mér fannst við ekki al­veg ná að svara því,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, vonsvikinn í samtali við mbl.is í gærkvöldi.

KA-menn voru í miklu basli í varnarleiknum lengi framan af fyrri hálfleik, Haukur gengu á lagið og skoruðu oft allt of auðveldlega. Markvörður KA varði ekki fyrsta skotið fyrr en eftir 20 mínútur - sem er auðvitað saga til næsta bæjar. Staðan var þá 13:7.

„Við ætluðum okk­ur að spila 6-0-vörn og ætluðum svo að reyna að vera þétt­ir en það gerðist ekki. Skot­in og fær­in sem þeir fá hérna langt fram eft­ir leik eru í raun­inni bara færi sem Hauk­arn­ir taka alltaf. Það var eng­in hjálp frá vörn­inni fyr­ir markvörsl­una. Það er það sem ger­ist. Við fór­um svo í 3-2-1-vörn og þá var sama vanda­mál til staðar en fram­ar á vell­in­um opnuðust aðeins aðrar stöður. Við eig­in­lega töpuðum á öll­um víg­stöðvum. Mér fannst bara vanta meira fram­lag frá öll­um leik­mönn­um. Þegar það er svo­leiðis eig­um við ekki séns á að fá nokkuð úr leik á móti Hauk­um,“ sagði Jónatan við mbl.is og sagðist  hreinskilningslega ekki geta tekið neitt já­kvætt úr leikn­um. „Nei. Ég get ekki séð hvað það ætti að vera. Það var frek­ar fátt sem gekk upp af því sem við ætluðum okk­ur, þannig að nei. Við vor­um í raun­inni bara langt frá því.“

Árni Bragi Eyjólfsson gerði 9 mörk fyrir KA (3 úr víti), Ákil Egilsnes 4, Jóhann Geir Sævarsson, Einar Birgir Stefánsson og Jóhann Einarsson 2 hver, Allan Norðberg, Daði Jónsson, Þorri Starrason og Patrekur Stefánsson gerðu 1 hver.

Nicholas Satchwell varði 6 skoti (1 víti) og Bruno Bernat 4 (1 víti)

KA er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar, því síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Sex umferðir eru eftir og enn ómögulegt að spá hvernig fer, því baráttan er hnífjöfn; KA er aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV sem er í þriðja sætinu, þannig að í raun er ekki til neins að einblína á stöðuna eins og er!

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina úr leiknum

Smelltu hér til að lesa nánar hvað Jónatan segir á mbl.is