Fara í efni
Íþróttir

Úr sólinni í faðm Veturs konungs!

Elche þriðjudagsmorgun - íslenskt vetrarveður að kvöldi sama dags. Ljósmyndir: Elvar Jónseinsson.

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs í handbolta eru á heimleið, eftir Evrópuleikina tvo á Spáni um helgina. Gærdagurinn hófst með sólbaði í 20 stiga hita niður við Miðjarðarhaf en lauk með því að hópurinn gekk til hvílu á Blönduósi um miðnætti.

Flogið var frá Alicante laust fyrir klukkan þrjú í gærdag og lent í Keflavík um kvöldmatarleytið. Veðurspáin leit ekki vel út, gert var ráð fyrir skafrenningi alla leið heim til Akureyrar og um 23.30 var tekin sú ákvörðun að best væri að gista á Blönduósi „enda stórhríðin þannig að stikurnar á veginum sáust ekki, og hitastigið var 25 gráðum lægra en við upphaf ferðar um morguninn!“ eins og Elvar Jónsteinsson, fararstjóri, orðaði það við Akureyri.net.

Hópurinn ætlaði svo að leggja af síðasta spölinn nú í bítið þegar mokstur hefst.