Fara í efni
Íþróttir

Ungir sundkappar reyna áfram með sér á Akureyri

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Líflegt var í og við Sundlaug Akureyrar í gær, þar sem Aldursflokkameistaramót Íslands hófst. Keppni heldur áfram í dag og lýkur á morgun. Veðrið lék við sundfólkið og svo verður áfram í dag.

AMÍ er eitt stærsta sundmót landsins ár hvert. Keppendur í ár eru um 210, allir af yngri kynslóðinni og koma þeir víðsvegar að. Mótið er á vegum Sundsambands Íslands og haldið í samstarfi við Sundfélagið Óðin. Hér eru nokkrar myndir frá keppni í bringusundi í gær.

Í tilkynningu frá Sundlaug Akureyrar kemur fram að á meðan ungu sundkapparnir reyni með sér verði afgreiðslutími skertur.

Laugin verður opin sem hér segir:

  • Laugardag 24. júní, kl. 19:30 – 22:00
  • Sunnuag 25. júní, kl. 18:00 – 20:00

Til að vega aðeins á móti styttingunni í Sundlaug Akureyrar verður opið lengur en venjulega í Glerárlaug:

  • Laugardag 24. og sunnudag 25. júní, kl. 9 – 18