Fara í efni
Íþróttir

Ungir og gamlir nema, gamall temur!

Þjálfarinn Aron Einar ásamt sínum mönnum í Vinir Linta fyrir stórleikinn gegn Brekkunni í gær. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Þórsari, er „þjálfari“ liðs sem kallar sig Vinir Linta og tekur þátt í Pollamótinu á Akureyri um helgina. Í liðinu er aðallega gamlir Þórsarar en einnig Davíð Rúnar Bjarnason, fyrrverandi fyrirliði KA, sem er í vinahópnum. Liðið heitir eftir Alexandar Linta, þeim vinsæla serbneska leikmanni sem lék á sínum tíma bæði með Þór og KA og var mikils metinn á Akureyri.

Stórleikur gærdagsins var þegar Brekkan og Vinir Linta áttust við, en í Brekkunni eru KA-menn eins og nafnið ber með sér og höfðu þeir betur, 2:1, eftir mikla baráttu.

Aron notaði líka tækifæri til í sólinni til að leika sér í fótbolta við Oliver, elst son sinn! Boltinn er aldrei langt undan hjá þeim feðgum.