Fara í efni
Íþróttir

Um „ábendingar“ og „mannleysuna“ Nóa

Nói Björnsson eftir að kvennalið Þórs/KA varð Íslandsmeistari 2017. Hann var formaður kvennaráðs Þórs/KA í fjöldamörg ár. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Nói Björnsson, fyrrverandi formaður kvennaráðs Þórs/KA í knattspyrnu, segir í grein sem birtist í dag, frá „ábendingum“ sem hann fékk frá Jóni Rúnari Halldórssyni, stjórnarmanni í Íslenskum toppfótbolta (ÍTF) um það sem hann færi rangt með í grein sem Nói birti á Akureyri.net og fotbolti.net í aðdraganda ársþings Knattspyrnusambands Íslands sem fram fór um síðustu helgi.

Nói segir sér ljúft og skylt að leiðrétta það sem hann fór rangt með; að ekki séu fimm manns í stjórn ÍTF, allt karlar, heldur séu stjórnarmenn sjö, þar af ein kona. Þetta hafi líklega breyst fyrir nokkrum vikum þótt ekkert sé um það að finna á vef ÍTF.

„Ég fékk reyndar „ábendingar“ frá Jóni Rúnari um að margt annað væri rangt í greininni. Ég stend hins vegar við allt annað sem þar kemur fram varðandi framgöngu ÍTF ...“ segir Nói. Hann segir ennfremur: „Mér var tilkynnt af Jóni Rúnari að ég væri „mannleysa“ en hann þekkir mig samt ekkert að eigin sögn.“

Smellið hér til að lesa grein Nóa.