Íþróttir
Tveir sigrar og eitt tap í Lengjubikarnum
12.02.2022 kl. 19:45
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir með boltann í leiknum gegn Keflavík í dag. Hún gerði tvö mörk fyrir Þór/KA. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
Lengjubikarkeppnin í fótbolta hófst í dag og voru öll Akureyrarliðin í eldlínunni.
KA vann Grindavík 2:0 í riðli 4 í A-deild keppninnar í Akraneshöllinni. Það voru Elfar Árni Aðalsteinsson og Nökkvi Þeyr Þórisson sem gerðu mörkin. Hér er leikskýrslan.
Þór/KA vann Keflavík 3:0 í riðli 2 í A-deild Lengjubikarkeppni kvenna í Boganum. Margrét Árnadóttir gerði fyrsta markið á 56. mínútu úr víti og það var svo Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir sem bætti tveimur mörkum við. Hér er leikskýrslan.
Þór tapaði fyrir ÍA, 3:1, í Akraneshöllinni í riðli 2 í A-deild keppninnar. Skagamenn komust í 2:0 en Elmar Þór Jónsson minnkaði muninn áður en heimamenn bættu þriðja markið við. Hér er leikskýrslan.