Fara í efni
Íþróttir

Tveir KA-menn í danskri þjálfarahringekju!

Halldór Jóhann Sigfússon og Arnór Atlason.

Halldór Jóhann Sigfússon hefur verið ráðinn aðalþjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland Håndbold frá með 1. júlí. Samningurinn er til tveggja ára. Hann er nú aðstoðarþjálfari TTH Holstebro í Danmörku.

Halldór Jóhann segir í viðtali við handboltavef Íslands, handbolti.is, að forráðamenn Nordsjælland hafi verið mjög ákveðnir í að fá sig til starfa „sem út af fyrir sig er mikill heiður. Það er ekki hlaupið að því að fá vinnu sem aðalþjálfari liðs í dönsku úrvalsdeildinni. Deildin er sterk og skemmtileg,“  segir hann. Eftir hálft ár í Holstebro kveðst Halldór Jóhann orðinn heillaður af deildinni og öllu í kringum danskan handbolta.

Annar KA-maður sem færir sig um set í Danmörku að loknu þessu keppnistímabili er Arnór Atlason, sem nú er aðstoðarþjálfari stórliðsins Aalborg Håndbold. Tilkynnt var um mitt næsta sumar að tæki við þjálfun TTH Holstebro sumarið 2023.

Óhætt er að segja að KA-mennirnir séu hluti af skemmtilegri þjálfarahringekju í Danmörku:

  • Halldór Jóhann Sigfússon aðstoðarþjálfari TTH Holstebro verður aðalþjálfari Nordsjælland
  • Simon Dahl, aðalþjálfari Nordsjælland, verður aðstoðarþjálfari  Aalborg Håndbold
  • Arnór Atlason aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold verður aðalþjálfari TTH Holstebro

Smellið hér til að lesa viðtal við Halldór Jóhann á handbolta.is