Tvær í leik KA/Þórs á sjúkrahús – MYNDIR
KA/Þór gerði jafntefli, 20:20, með við Gjorche Petrov frá Norður-Makedóníu í Evrópukeppinni í handbolta í gærkvöldi eins og Akureyri.net greindi frá.
Hér eru nokkrar myndir úr leiknum, meðal annars syrpa af þvi þegar Anna Þyrí Halldórsdóttir meiddist.
Hrafnhildur Irma handleggsbrotnaði
Jafnt hjá KA/Þór í fyrri Evrópuleiknum
_ _ _
HILDUR LILJA MARKAHÆST
Hildur Lilja Jónsdóttir var markahæst KA/Þór í gærkvöldi með 5 mörk. Hér losar hún sig frá móterjunum og kemst í dauðafæri þrátt fyrir áhuga mótherjanna á keppnistreyju hennar!
_ _ _
ANNA ÞYRÍ Á SJÚKRAHÚS
Anna Þyrí Halldórsdóttir var flutt á sjúkrahús eftir að hún meiddist í seinni hálfleik. Matea Lonac markvörður KA/Þórs kastaði boltanum fram völlinn þegar Anna Þyrí geystist í hraðaupphlaup, varnarmaður náði taka á mótherjanum sem varð til þess að Anna Þyrí féll og skall harkalega á bakið. Hlé var gert á leiknum í töluverðan tíma á meðan sjúkraþjálfari KA/Þórs og sjúkraflutningamenn stumruðu yfir henni og hún var á endanum flutt á sjúkrahús, líkt og Hrafnhildur Irma fyrr í leiknum.
_ _ _
GLEÐI
Krístín A. Jóhannsdóttir skorar í gærkvöldi, landsliðskonan Unnur Ómarsdóttir fylgist með og fögnuður þeirra er ósvikinn eins og von var.
_ _ _
GÓÐ RÁÐ
Landsliðshetjan Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék ekki í gær vegna meiðsla. Hún er annar aðstoðarþjálfara Andra Snær Stefánsson og sat því á bekknum og jós úr viskubrunni sínum. Hér gefur hún brasilísku stúlkunni Nathálía Soares Baliana góða ráð. Arna Erlingsdóttir, hinn aðstoðarþjálfarinn, einbeitt á svip til vinstri.
_ _ _
NÆSTI LEIKUR Í SKÁKINNI?
Barátta þjálfaranna í handboltaleik er gjarnan eins og skák. Ekki er ónýtt í þeirri miklu hugarleikfimi að geta komið starfsbróðurnum á óvart sem oftast; hér hugsar Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs væntanlega næsta leik.