Íþróttir
Tvær hlutu styrk úr sjóði Óðins Árnasonar
01.01.2022 kl. 06:00
Gígja Björnsdóttir, til vinstri, og Katla Björg Dagbjartsdóttir.
Úhlutað var úr Styrktarsjóði Óðins Árnasonar í gær, gamlársdag, við athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta var í annað sinn sem sjóðurinn veitir styrki.
„Styrktarsjóður Óðins Árnasonar var stofnaður af SKA með gjafafé frá velunnurum skíðaíþróttarinnar sem vildu minnast Óðins og hans framlags til skíðaíþróttarinnar á Akureyri. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans að styrkja afreksiðkendur SKA. Miðað er við að styrkþegar séu landsliðsfólk og/eða taki þátt í alþjóðlegum verkefnum,“ segir á vef Skíðafélags Akureyrar.
Tveir iðkendur SKA hlutu styrk að þessu sinni:
- Gígja Björnsdóttir, B-landsliðskona í skíðagöngu. Gígja æfir í Lillehammer í Noregi þar sem hún stundar einnig háskólanám.
- Katla Björg Dagbjartsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum. Katla æfir og keppir með alþjóðlega skíðaliðinu Lowlanders, með bækistöðvar í Lofer í Austurríki.