Íþróttir
Tryggvi og félagar töpuðu í undanúrslitum
07.05.2021 kl. 17:57
Tryggvi Snær í leiknum gegn Pinar Karsiyaka í dag. Ljósmynd: Meistaradeild Evrópu.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza töpuðu í dag fyrir Pinar Karsiyaka frá Tyrklandi 84:79 í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í körfubolta.
Tryggvi lék ekki nema 5 mínútur og 32 sekúndur. Kom inn á seint í fyrsta fjórðungi, byrjaði á því að troða boltanum í körfuna, og stigin tvö voru þau einu sem hann gerði í dag. Tryggvi tók að auki eitt frákast í vörn. Bárðdælingurinn fékk fljótlega þrjár villur en var óheppinn því aðeins ein þeirra var undir körfunni.
Tyrkirnir voru yfir lengi framan af leik, Zaragoza komst yfir í fyrsta skipti þegar þriðji leikhluti var langt kominn og Spánverjarnir voru í raun í kjörstöðu, en náðu ekki að halda út.