Fara í efni
Íþróttir

Tólf enn með Þór/KA og tvær í atvinnumennsku

Íslands- og bikarmeistarar Þórs/KA sumarið 2017. Nöfn allra má sjá á heimasíðu liðsins sem vísað er á í fréttinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið Akureyringa í knattspyrnu uppskáru ríkulega sumarið 2017. Meistaraflokkur Þórs/KA varð Íslandsmeistari og lið Þórs/KA/Hamranna varð Íslands- og bikarmeistari í 2. flokki.

Í gær var litið um öxl, á Íslands- og bikarmeistara 2. flokks, á heimasíðu Þórs/KA, í tilefni þess að í fyrradag voru nákvæmlega fjögur ár síðan liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

Í samantektinni kemur fram að af þeim 28 sem komu við sögu hjá 2. flokki þetta sumar eru 12 samningsbundnar Þór/KA og spiluðu með liðinu í efstu deild í sumar og tvær eru í atvinnumennsku erlendis, Andrea Mist Pálsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros. 

Þessa skemmtilegu samantekt er að finna hér á heimasíðu Þórs/KA.