Íþróttir
Tilþrifalítið en sigur á Færeyingum
04.06.2021 kl. 22:07
Aron Einar, Brynjar Ingi og Birkir.
Ísland vann Færeyjar 1:0 í tilþrifalitlum landsleik í knattspyrnu í Þórshöfn í kvöld. Akureyringarnir þrír sem byrjuðu lék prýðilega; Brynar Ingi Bjarnason lék allan tímann í vörninni en Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason léku fyrstu 60 mínúturnar.
Mikael Anderson gerði eina mark leiksins á 70. mínútu, eftir glæsilegan undirbúnings eins og hálfs Akureyrings! Birkir lék fram völlinn, sendi glæsilega frá vinstri inn í vítateig þar sem Albert Guðmundsson (Benediktssonar) skallaði boltann fyrir fætur Mikaels og hann þrumaði boltanum í markhornið í fyrstu snertingu.
Þriggja vináttuleikjahrinu lýkur á þriðjudaginn þegar Ísland mætir Póllandi í Poznan.