Fara í efni
Íþróttir

Þrjár frá KA/Þór á EM U17

Lydía Gunnþórsdóttir, Sif Hallgrímsdóttir og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir. Mynd: ka.is.

Evrópumót U17 í handbolta fer fram í Svartfjallalandi 2.-14. ágúst og þar á KA/Þór þrjá fulltrúa. Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, Lydía Gunnþórsdóttir og Sif Hallgrímsdóttir voru allar valdar í lokahópinn og fara með liðinu til Svartfjallalands. 

Sextán þjóðir etja kappi í lokamótinu og spila í fjórum riðlum. Íslenska liðið er í riðli með Þjóðverjum, heimaliði Svartfellinga og Tékkum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara áfram í milliriðla. 

Leikjadagskrá íslenska liðsins:

Fimmtudagur 3. ágúst: Ísland - Svartfjallaland
Föstudagur 4. ágúst: Ísland - Þýskaland
Sunnudagur 6. ágúst: Ísland - Tékkland

Upplýsingar um mótið á finna á mótssíðunni á vef EHF, eurohandball.com.