Fara í efni
Íþróttir

Þrír „nýliðar“ með Þórsliðinu í kvöld

Á æfingu hjá Þór í gærkvöldi. Frá vinstri, Stevce Alusovski þjálfari, Jóhann Einarsson, Arnþór Gylfi Finnsson og Tomislav Jagurinovski. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar mæta liði Berserkja í kvöld í næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Grill 66 deildinni. Leikið verður í Víkinni, íþróttahúsi Víkings í Fossvogi, og hefst viðureignin klukkan 20.00.

Tveir leikmenn verða með liðinu í fyrsta skipti, og sá þriðji í fyrsta skipti í vetur; Norður-Makedóninn Tomislav Jagurinovski og Jóhann Einarsson, sem Þór fékk lánaðan frá KA í vikunni, þreyta frumraun sína, og Arnþór Gylfi Finnsson, sem síðast lék með Þór á síðasta keppnistímabili, hefur tekið fram skóna á ný og er tilbúinn í slaginn.