Fara í efni
Íþróttir

Þorvaldur í framboði til formanns KSÍ

Þorvaldur Örlygsson í hlutverki þjálfara Stjörnunnar í leik gegn sínum gömlu félögum í KA á Akureyrarvelli - Greifavellinum - sumarið 2021. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Akureyringurinn Þor­vald­ur Örlygs­son, fyrr­ver­andi landsliðs- og at­vinnumaður í knatt­spyrnu og þjálf­ari til fjölda ára, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri á for­manni Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) í næsta mánuði. Hann sendi frá sér tilkynningu þessa efnis í morgun.

Áður hafði Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, gefið kost á sér á ný. Vanda Sigurgeirsdóttir, núverandi formaður KSÍ, hafði áður lýst því yfir að hún hygðist láta gott heita.

Þor­vald­ur, sem er 57 ára, er KA-maður að upplagi. Hann lék með öllum yngri flokkum félagsins og varð Íslandsmeistari með KA 1989. Þorvaldur var kjörinn leikmaður ársins að tímabilinu loknum og gekk í kjölfarið til liðs við Nott­ing­ham For­est á Englandi. Hann lék sem lánsmaður um tíma með Fram í Reykjavík en var síðar á mála hjá Stoke og Old­ham í Englandi. Þorvaldur lék svo með KA á ný, eftir að hann var ráðinn þjálfari liðsins árið 2000. Síðan hefur Þorvaldur þjálfaði nokkur lið hér heima auk U19 ára landsliðs Íslands. Hann starfar nú sem rekstr­ar- og íþrótta­stjóri knatt­spyrnu­deild­ar Stjörn­unn­ar.

Frétta­til­kynn­ing Þor­vald­ar er svohljóðandi:

„Síðustu mánuði hef ég fengið fjölda áskor­ana um að gefa kost á mér í þetta mik­il­væga starf og eft­ir að hafa rætt við fé­lags- og for­ráðamenn ís­lenskra knatt­spyrnu­fé­laga og heyrt skoðanir þeirra á fjöl­mörg­um þátt­um íþrótt­ar­inn­ar, hef ég ákveðið að taka áskor­un­inni.

Ég deili skoðunum, viðhorf­um, áherslu­atriðum, áhyggj­um og framtíðar­sýn fjöl­margra fé­laga minna í ís­lenska bolt­an­um og er þeirr­ar skoðunar að við þurf­um betri bolta, bæði inn­an og utan vall­ar.

Knatt­spyrn­an hef­ur verið í fyrsta sæti hjá mér frá því að ég mætti með eldri bróður mín­um á fyrstu æf­ing­una fimm ára gam­all og hún er það enn. Ég veit að þekk­ing mín, reynsla og áhugi mun reyn­ast KSÍ vel í þeim verk­efn­um sem framund­an eru.“

Meðal áherslu­atriða nefn­ir Þor­vald­ur end­ur­skoðun á stefnu og hlut­verki KSÍ, ábyrg­an rekst­ur, efl­ingu knatt­spyrnu á lands­byggðinni, styrk­ingu kvenna­bolt­ans, end­ur­skoðun dóm­ara­mála og bygg­ingu þjóðarleik­vangs.

„Við þurf­um að fara í end­ur­skoðun á stefnu og hlut­verki KSÍ og rekst­ur þess þarf að vera ábyrg­ur. Ég vil auka og bæta sam­skipti lyk­ilaðila í ís­lenskri knatt­spyrnu, eins og til að mynda KSÍ og ÍTF. Þá hef ég, eins og fleiri, áhyggj­ur af auk­inni ein­angr­un fé­laga á lands­byggðinni.

Liðum fækk­ar, ferðakostnaður hækk­ar og við þurf­um að grípa þar inn í. Dóm­ara­mál eru mér að sama skapi hug­leik­in. Ég vil fjölga dómur­um og myndi vilja sjá þann þátt koma inn í skóla­kerfið og auka áhuga yngri kyn­slóða á dóm­ara­starf­inu, efla þannig stétt­ina og þar með bæta dómgæsl­una.

Ég vil taf­ar­laus­ar viðræður við ríki og borg um þjóðarleik­vang og tel að við eig­um að end­ur­byggja Laug­ar­dalsvöll upp sem slík­an.“

Meðal helstu áherslu­atriða Þor­vald­ar má nefna:

  • End­ur­skoða stefnu og hlut­verk KSÍ
  • Tryggja ábyrg­an rekst­ur KSÍ
  • Auka og bæta sam­skipti lyk­ilaðila í ís­lenskri knatt­spyrnu, t.d. KSÍ og ÍTF
  • Stofna fram­kvæmda­stjórn KSÍ
  • Efla kvennaknatt­spyrnu á öll­um sviðum, frá grasrót til landsliða
  • Tryggja jafn­rétti og fjölga kon­um inn­an stjórn­kerf­is KSÍ
  • Koma hreyf­ingu á bygg­ingu þjóðarleik­vangs sem áfram verði í Laug­ar­dal
  • Styrkja fé­lagslið á lands­byggðinni og lækka ferðakostnað
  • Fjölga dómur­um og koma þeim þætti inn í skóla­kerfið

Þor­vald­ur seg­ir fjöl­mörg önn­ur atriði þarfn­ast nán­ari skoðunar, breyt­inga og end­ur­skoðunar við og mun hann gera grein fyr­ir þeim þegar nær dreg­ur ársþingi KSÍ.