Þórsstelpurnar fengu silfurverðlaunin
Kvennalið Þórs tapaði fyrir Stjörnunni í Garðabæ í kvöld í síðastu viðureigninni um sigur í 1. deildinni í körfubolta. Stjarnan vann þar með þrjá leiki og Þór tvo; Garðbæingar fá gullverðlaunin en Þórsarar silfrið en bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í efstu deild næsta vetur.
Lokatölur í kvöld urðu 67:57 eftir að Stjarnan var ellefu stigum yfir í hálfleik, 36:25.
- Skorið eftir leikhlutum: 18:14 – 18:11 (36:25) – 18:19 – 13:13 – 67:57
Segja má að munurinn sem myndaðist í öðrum leikhluta hafi skipt sköpum því aðrir hlutar voru hnífjafnir og Þórsarar unnu seinni hálfleikinn með einu stigi.
Tuba Poyraz skoraði 15 stig og tók 15 fráköst fyrir Þór. Hrefna Ottósdóttir gerði 14 stig.
Bæði þessu lið og stuðningsmenn þeirra sýndu í kvöld að þau eiga fullt erindi í efstu deild, að sögn útsendara Akureyri.net á leiknum. Þórsliðið náði ekki að sýna allra bestu hliðarnar í kvöld en í raun munaði ekki miklu. Bæði lið geta í raun gengið sátt frá borði, svo og stuðningsmennirnir því stemningin var frábær að hans sögn. Á milli 70 og 80 rauðklæddir Þórsarar á áhorfendapöllunum og fjöldi bláklæddra Garðbæinga einnig.
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina