Fara í efni
Íþróttir

Þórsarinn Elmar Freyr Íslandsmeistari í hnefaleikum

Elmar Freyr Aðalheiðarson, Íslandsmeistari í 92+ kg flokki í hnefaleikum þriðja árið í röð. Mynd: Hnefaleikadeild Þórs.

Elmar Freyr Aðalheiðarson frá hnefaleikadeild Þórs vann í dag Íslandsmeistaratitil í hnefaleikum, +92ja kg flokki. Þetta er þriðja árið í röð sem Elmar verður Íslandsmeistari. Elmar Freyr sigraði Magnús Kolbjörn frá Hnefaleikafélagi Kópavogs í úrslitaviðureign, en Íslandsmótið fór fram um helgina. Annar keppandi frá hnefaleikadeild Þórs, Sveinn Sigurbjarnarson, var einnig í eldlínunni, en féll út eftir tap í undanúrslitum í -80 kg flokki U19.

Nánar er fjallað um þá kappa í frétt á heimasíðu Þórs.

Sveinn Sigurbjarnarson (til vinstri) úr hnefaleikadeild Þórs tapaði í undanúrslitum í -80 kg flokki U19 á Íslandsmótinu um helgina. Myndir: Hnefaleikadeild Þórs.

Sævar Ingi Rúnarsson, formaður hnefaleikadeildar Þórs, er einnig dómari og iðinn við þau störf fyrir félag sitt og Hnefaleikasamband Íslands.