Þórsarar töpuðu fyrir Fjölni í Grafarvogi
Þórsarar töpuðu 1:0 fyrir Fjölnismönnum í Grafarvogi í dag í Lengjudeildinni í knattspyrnu.
Eftir leikinn er Þórsliðið með sex stig eftir sex leiki og í níunda sæti af 12 liðum, en á einn leik inni á önnur lið deildarinnar nema Grindavík.
Þórsarar voru betri í fyrri hálfleik en sama vandamál var fyrir hendi og undanfarið; þrátt fyrir ágæta spilamennsku og prýðileg tækifæri til að skora eiga Þórsarar erfitt með að koma boltanum í mark andstæðinganna.
Það var Baldvin Þór Berndsen sem gerði eina mark leiksins á 54. mínútu með ævintýralegu skoti langt utan af velli – af 30 til 35 metra færi. Eftir að boltinn fór útaf var honum kastað til Baldvins sem lék með hann nokkra metra, enginn gerði tilraun að trufla hann svo Baldvin ákvað að skjóta; skotið var fast og ótrúlegur snúningur á boltanum þannig að Aron Birkir markvörður Þórs átti enga möguleik á að verja.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.