Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar taka á móti liði Aftureldingar

Sigurður Marinó Kristjánsson, aldursforseti Þórsliðsins, mætti nýlega til leiks á ný eftir. Hann var fjarri góðu gamni frá því í vor vegna veikinda. Hér er hann í sigurleiknum gegn HK nýverið. Orri Sigurjónsson að baki honum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór fær Aftureldingu í heimsókn í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Flautað verður til leiks á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) klukkan 15.00.

Þórsliðið er í 10. sæti deildarinnar með 23 stig, þó langt fyrir ofan tvö neðstu liðinu, og aðeins fimm stigum á eftir Aftureldingu sem er í fimmta sæti með 28 stig.

Þórsarar voru óheppnir að tapa síðasta leik fyrir Gróttu (1:0) á Seltjarnarnesi en höfðu unnið glæsilegan 2:0 sigur á toppliði HK, sem þá var á toppnum, í umferðinni þar á undan. Afturelding hefur unnið tvo síðustu leiki stórt, báða á heimavelli gegn lang neðstu liðunum tveimur; liðið vann KV 4:1 og Þrótt úr Vogum 4:0.