Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar taka á móti Aftureldingu í dag

Frá leik Þórs og Aftureldingar (1:1) á Þórsvellinum í fyrra. Alvaro Montejo situr á vellinum eftir að brotið var á honum og víti dæmt í blálokin. Alvaro skoraði úr vítinu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór tekur á móti Aftureldingu úr Mosfellsbæ í dag í 4. umferð næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar. Leikið verður á lifandi grasi í fyrsta sinn í höfuðstað Norðurlands í sumar, á Þórsvellinum (Salt Pay vellinum).

Þórsarar eru í áttunda sæti deildarinnar með þrjú stig að loknum þremur leikjum. Þeir töpuðu 4:3 fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi í fyrstu umferðinni, sigruðu síðan Grindavík 4:1 í Boganum en töpuðu 4:1 fyrir Fram í Reykjavík í síðasta leik.

Afturelding er með einu stigi meira en Þór; gerði fyrst 1:1 jafntefli við Kórdrengi á heimavelli, burstaði síðan Víking 5:1 í Ólafsvík en steinlá fyrir ÍBV í Mosfellsbænum 5:0 í þriðju umferðinni.

Rétt er að benda þeim sem ekki komast á völlinn að Þórsarar sýna leikinn beint á netinu. Smellið hér til að horfa. Það kostar 1.000 krónur.