Íþróttir
Þórsarar leika gegn Aftureldingu á grasinu
26.05.2021 kl. 06:00
Þórsarar fagna marki í fyrsta heimaleik sumarsins, gegn Grindavík í Boganum. Þeir leika úti undir berum himni á föstudaginn. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
Fyrsti leikur sumarsins á Þórsvellinum – sem nú kallast Salt Pay völlurinn – verður á föstudaginn þegar Þórsarar taka á móti Aftureldingu í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu.
Fyrsti heimaleikur Þórs var í Boganum en grasvöllurinn hefur tekið vel við sér síðustu daga og lítur ljómandi vel út. Viðureignin við Aftureldingu verður fyrsti leikur Þórsliðsins á lifandi grasi á keppnistímabilinu; áður hefur það leikið á Seltjarnarnesi, í Boganum og á Framvellinum við Safamýri.
Stelpurnar í Þór/KA leika gegn Tindastóli á Sauðarkróki annað kvöld en næsti heimaleikur þeirra verður gegn Þrótti 5. júní á Þórsvellinum.