Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar höfðu ekki roð við sterkum Haukum

Karolis Stropus var markahæstur Þórsara í kvöld með fimm mörk. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Þórsliðið tapaði illa fyrir Haukum í Olísdeild Íslandsmótsins í handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Eftir að staðan var 18:9 í hálfleik létu gestirnar kné fylgja kviði og munurinn í lokin var 19 mörk – 36:17.

Haukar, sem eru efstir í deildinni, ætluðu greinilega ekki að misstíga sig, minnugir þess að Þórsarar sigruðu Val í síðasta heimaleik, og stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu.

Óþarft er að fjölyrða um leikinn því tölurnar segja allt sem segja þarf. Mörk Þórs: Karolis Stropus 5, Ihor Kopyshynskyi 4/1, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Hafþór Ingi Halldórsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Aron Hólm Kristjánsson 1, Sigurður Már Steinþórsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 7, Jovan Kukobat 2

Grótta vann ÍR í kvöld og er komið með 12 stig eftir 17 leiki en Þór er með átta stig í næst neðsta sætinu, fallsæti. Því er ljóst að Þórsarar þurfa að vinna tvo af leikjunum sem eftir eru að því gefnu að Grótta vinni ekki fleiri leiki. Liðin eiga eftir að mætast.

Þórsarar eiga þessa leiki eftir:

  • Fram – Þór
  • Þór – Selfoss
  • Grótta – Þór
  • Stjarnan – Þór
  • KA – Þór

Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.