Íþróttir
Þórsarar höfðu ekki erindi sem erfiði
19.01.2024 kl. 09:00
Jason Gigliotti var atkvæðamestur Þórsara í KR-heimilinu í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þórsarar áttu aldrei möguleika gegn KR á útivelli í gærkvöldi í 1. deild Íslandsmótsins í körfubolta, næst efstu deild. KR-ingar höfðu forystuna frá upphafi til enda og unnu með 20 stiga mun, 97:77.
- Skorið eftir leikhlutum: 28:20 – 24:13 – 52:33 – 22:18 – 23:26 – 97:77
Jason Gigliotti gerði 21 stig fyrir Þór og tók 16 fráköst, Smári Jónsson skoraði 17 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, Reynir Róbertsson var með 14 stig og sex fráköst, Baldur Jóhannessdon gerði 11 stig, tók níu fráköst og átti þrjár stoðsendingar. Harrison Butler hafði sig ekki mikið í frammi, gerði aðeins fjögur stig en tók níu fráköst.
ÍR og KR eru efst og jöfn með 22 stig, en fyrrnefnda liðið á leik til góða. Þór er í sjöunda sæti af níu liðum með 10 stig.
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina