Þórsarar afar slakir og töpuðu fyrir Fram
Þórsarar töpuðu með 12 marka mun, 31:19, fyrir Frömurum í Reykjavík í kvöld, í Olís-deild Íslandsmótsins í handbolta. Staðan í hálfleik var 16:9. Fjórar umferðir eru eftir af deildinni, Þórsarar eru í fallsæti og þurfa að minnsta kosti fjögur stig til að halda sér í deildinni.
Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, var afar ósáttur en hreinskilinn í samtali við blaðamann Vísis. „Þetta var hræðilegt af okkar hálfu. Við gáfumst upp í fyrri hálfleik þegar við fengum á okkur nokkur hraðaupphlaup. Ég veit ekki hvað þetta er, andlegt, eða hvort menn séu búnir,“ sagði Halldór.
Mörk Þórs: Ihor Kopyshynskyi 7/2 víti, Karolis Stropus 5, Gísli Jörgen Gíslason 2, Garðar Már Jónsson 1, Sigurður Kristófer Skjaldarson 1, Hafþór Ingi Halldórsson 1, Þórður Tandri Ágústsson 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1. Jovan Kukobat varði 7 skoti, þar af eitt víti, og Arnar Þór Fylkisson varði 4.
Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum