Íþróttir
Þór/KA tekur á móti Selfyssingum í Boganum
11.05.2021 kl. 12:40
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir og Colleen Kennedy í leiknum gegn ÍBV í Eyjum í fyrstu umferðinni. Ljósmynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson.
Fyrsti heimaleikur Þórs/KA á Íslandsmótinu í fótbolta, Pepsi Max deildinni, verður í kvöld, þegar Selfyssingar koma í heimsókn. Þórsvöllurinn er ekki tilbúinn þannig að leikurinn hefur verið færður inn í Bogann og hefst klukkan 18.00
Stelpurnar gerðu góða ferð til Eyja í fyrstu umferðinni og unnu ÍBV 2:1 en Selfyssingar unnu nýliða Keflavíkur 3:0 á útivelli.
Vegna fjöldatakmarkana og kröfur um bil á milli ótengdra áhorfenda verða aðeins 137 miðar í boði á leikinn. Því er vert að benda á að hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ársmiðahafar hafa forgang að miðum fram að hádegi.