Þór/KA tapaði og spenna eykst á botninum
Þór/KA tapaði 1:0 fyrir Aftureldingu í gærkvöldi á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) í Bestu deild kvenna, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Fyrir leikinn var Afturelding á botni deildarinnar en er nú komið upp í næst neðsta sæti – aðeins einu stigi á eftir Þór/KA.
Gestirnir skoruðu strax á fyrstu mínútu leiksins; Ísafold Þórhallsdóttir kom boltanum í markið þegar um það bil 40 sekúndur voru liðnar en þá má segja að Stelpurnar okkar í Þór/KA hafi tekið völdin. Þær voru meira og minna með boltann í fyrri hálfleik, fengu góð tækifæri til að skora en náðu ekki að nýta neitt þeirra. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, Þór/KA sótti undan töluverðum vindi en náði aldrei að ógna marki Aftureldingar að neinu ráði.
Tvö lið falla úr deildinni. Staða neðstu liða er sem hér segir, þegar sex umferðir eru eftir:
- Keflavík 12 leikir – 10 stig
- Þór/KA 12 leikir – 10 stig
- Afturelding 12 leikir – 9 stig
- KR 13 leikir – 7 stig
Þór/KA á þessa leiki eftir:
- Selfoss – Þór/KA
- Þór/KA – Þróttur
- Þór/KA – ÍBV
- Keflavík – Þór/KA
- Þór/KA – Stjarnan
- KR – Þór/KA
Hér má stöðu allra lið í deildinni
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna