Þór/KA sækir Stjörnuna heim í Bestu deildinni
Lið Þórs/KA hefur leik í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í dag. Andstæðingurinn er Stjarnan, viðureign liðanna verður í Garðabæ og hefst klukkan 18.00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Spennandi verður að sjá hvernig Þór/KA mætir til leiks. Liðinu hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu og komst í úrslit Lengjubikarkeppninnar; tapaði úrslitaleiknum gegn andstæðingi dagsins á sama velli eftir vítaspyrnukeppni.
Byrjunarliðið í dag hefur verið tilkynnt og athygli vekur að Melissa Lowder, sem kom frá Bandaríkjunum, stendur í markinu en Harpa Jóhannsdóttir, aðalmarkvörður siðustu ár, er á varamannabekknum.
_ _ _
- KOMNAR TIL ÞÓRS/KA
Dominique Randle
Karen María Sigurgeirsdóttir að láni frá Breiðabliki
Melissa Anne Lowder frá Bandaríkjunum
Tahnai Annis - FARNAR SÍÐAN Í FYRRA
Andrea Mist Pálsdóttir í Stjörnuna
Arna Eiríksdóttir í Val (var í láni)
Margrét Árnadóttir til Parma
María Catharina Ólafsdóttir Gros til Fortuna Sittard
Sara Mjöll Jóhannsdóttir í HK
Tiffany McCarty
_ _ _
Byrunarlið Þórs/KA í dag er þannig skipað: Melissa Lowder (M), Dominique Jaylin Randle, Steingerður Snorradóttir, Tahnai Lauren Annis, Karen María Sigurgeirsdóttir, Sandra María Jessen, Hulda Ósk Jónsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir.
Varamenn: Harpa Jóhannsdóttir (M), Karlotta Björk Andradóttir, Emelía Ósk Kruger, Kolfinna Eik Elínardóttir, Amalía Árnadóttir, Krista Dís Kristinsdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir.
Tveir fyrrverandi leikmenn Þórs/KA eru í byrjunarliði Stjörnunnar í dag: Andrea Mist Pálsdóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir.
Gott hljóð var í Jóhanni Kristni Gunnarssyni, þjálfara Þórs/KA, í viðtali sem birtist á Akureyri.net í gær. Þar var rifjað upp að nánast allir í leikmannahópi liðsins eru uppaldir hjá Þór eða KA. „Þetta er góður vitnisburður um kvennastarfið í fótboltanum á Akureyri,“ sagði þjálfarinn og bætti við að efniviðurinn í bænum væri afar mikill. Margar stelpurnar væru enn mjög ungar en öflugar engu að síður.
Smellið hér til að sjá viðtalið við Jóhann Kristin