Fara í efni
Íþróttir

Þór/KA mætir Fylki, Þór sækir Vestra heim

Arna Sif Ásgrímsdóttir - Hermann Helgi Rúnarsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Þór/KA mætir Fylki syðra í dag í Pepsi Max deild deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins, og Þórsarar sækja Vestra heim á Ísafjörð í næstu efstu deild, Lengjudeildinni. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.00.

Mikið er undir í leiknum á Fylkisvellinum. Fylkir er í níunda sæti með 13 stig en Þór/KA í sjöunda sætinu með 18 stig. Staðan er þannig að Þór/KA þarf eitt stig til að gulltryggja áframhaldandi veru í deildinni.

Þórsarar eru með 20 stig í 10. sæti Lengjudeildarinnar en Vestri er í sjötta sæti með 29 stig. Leik liðanna í deildinni á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) í sumar lauk með jafntefli, 1:1, en Vestri vann 4:1 þegar liðin mættust í bikarkeppninni á Ísafirði.