Fara í efni
Íþróttir

Þórður Tandri snýr aftur heim til Þórs

Páll Pálsson formaður handknattleiksdeildar Þórs og Þórður Tandri Ásgeirsson eftir að hann skrifaði undir samning við deildina.

Línumaðurinn öflugi, Þórður Tandri Ágústsson, hefur samið við handknattleiksdeild Þórs og snýr því á fornar slóðir eftir þriggja ára dvöl hjá Stjörnunni í Garðabæ. Þórsarar halda þar með áfram að styrkja handboltalið sitt fyrir átök næsta vetrar í Grill66 deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins.

Þórsliðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild í vor þegar það tapaði með minnsta mun fyrir Fjölni í úrslitaeinvígi.

  • Markverðirnir Kristján Páll Steinsson og Steinar Ingi Árnason skrifuðu báðir undir nýjan samning við handknattleiksdeild Þórs á dögunum og leika áfram með Þórsliðinu næsta vetur. Kristján Páll var aðalmarkvörður liðsins sl. vetur, lék mjög vel og var frábær í úrslitaeinvíginu við Fjölni.
  • Áður höfðu tveir gamlir Þórsarar, sem snúa heim frá útlöndum, samið við félagið: hornamaðurinn Oddur Gretarsson sem leikið hefur í Þýskalandi í rúman áratug og örvhenta skyttan Hafþór Vignisson sem undanfarin ár hefur leikið í Þýskalandi og Noregi.
  • Þá má geta þess að stórskyttan og varnarjaxlinn Brynjar Hólm Grétarsson vann til verðlauna á dögunum; þá var tilkynnt að hann hefði verið kosinn besti varnarmaður Grill66 deildarinnar í vetur sem leið.

Páll Pálsson og Kristján Páll Steinsson handsala samning á dögunum.

Páll Pálsson og Steinar Ingi Árnason eftir undirritun samnings í Hamri nýverið.

Brynjar Hólm Grétarsson - besti varnarmaður Grill66 deildarinnar í vetur.