Íþróttir
Þorbergur og Björk unnu Þorvaldsdalsskokkið
04.07.2022 kl. 12:53
Þrír fyrstu í karlaflokki í Þorvaldsdalsskokkinu, Baldvin Þór Magnússon, Þorbergur Ingi Jónsson og Aron Skúlason.
Þorvaldsdalsskokkið var þreytt í gær og líkt og oft áður kom Þorbergur Ingi Jónsson fyrstur í mark. Hann hljóp dalinn á tæpur tveimur klukkstundum - 1:51,29, og sigraði með nokkrum yfirburðum. Fyrst kvenna var Björk Óladóttir á tímanum 2:49,17.
Þorvaldsdalsskokkið fór fyrst fram 1994 og er elsta óbyggðahlaup á Íslandi. Hlaupið, sem er um 25 km, hefst í Hörgárdal í suðri, hlaupið er eftir endilöngum Þorvaldsdal og komið í mark við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd.
Einnig var hlaupinn hálfur Þorvaldsdalur og þar voru fyrst í mark Valgeir Árnason og Nanna Herborg Tómasdóttir. Þátttakendur að þessu voru 109.
Hér má sjá öll tíma allra keppenda í hlaupinu.
Björk Óladóttir sigraði mjög örugglega í kvennaflokki.