Fara í efni
Íþróttir

Þór tapaði fyrir KR í fyrsta heimaleiknum

Harry Butler var langbestur Þórsara gegn KR í gærkvöldi. Ljósmynd: Páll Jóhannesson

Þórsarar töpuðu með 12 stiga mun, 95:83, fyrir KR í gærkvöldi í 1. deildinni í körfubolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Þrír leikhlutar af fjórum voru jafnir en slæm frammistaða Þórsliðsins í öðrum leikhluta réð úrslitum. 

Þór var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en KR vann þann næsta með 11 stiga mun.

  • Skorið eftir leikhlutum: 20:15 – 16:27 – (36:42) 25:28 – 22:25 – 83:95

Sigur KR-inga var aldrei í hættu þegar á leið, þeir náðu mest 18 stiga forystu í seinni hálfleik en munurinn var 12 stig í lokin sem fyrr segir.

Harry Butler var langbestur Þórsara, gerði 32 stig stig, tók átta fráköst og átti 2 stoðsendingar.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Smellið hér til að sjá ítarlega umfjöllun og myndasyrpu á heimasíðu Þórs