Þór tapaði fyrir Fram og er enn í fimmta sæti
Þórsarar töpuðu 32:30 fyrir ungmennaliði Fram í gær í næstu efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Leikið var í Höllinni á Akureyri.
Þórsliðið er því enn í fimmta sæti deildarinnar og mætir væntanlega Herði frá Ísafirði í undanúrslitum baráttunnar um sæti í efstu deild að ári. Ungmennalið Fram er efst en getur ekki flust upp um deild.
Framarar höfðu fjögurra marka forskot í hálfleik, 18:14. Þórsarar söxuðu hægt og bítandi á forskotið, náðu að jafna 27:27 þegar tæplega fimm mínútur lifðu leiks, jafnt var upp í 30:30 en gestirnir gerðu tvö síðustu mörkin.
Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 9, Aron Hólm Kristjánsson 5, Garðar Már Jónsson 3, Arnþór Gylfi Finnsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Halldór Kristinn Harðarson 2, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Friðrik Svavarsson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 7, Tómas Ingi Gunnarsson 7 (samtals 30,4%)
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna
Þórsarar eru því áfram í 5. sæti deildarinnar með 18 stig. Lokaleikur liðsins í deildarkeppninni verður útileikur gegn ungmennaliði Víkings fimmtudaginn 28. mars.