Fara í efni
Íþróttir

Þór mætir Þór í úrslitakeppninni

Leikur Tindastóls og Stjörnunnar á Sauðárkróki var æsispennandi og fór í framlengingu. Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari, og fleiri Þórsarar fylgdust spenntir með sjónvarpsútsendingu í símanum eftir að leiknum í Höllinni var lokið. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar unnu Hauka 96:87 í lokaumferð Domino‘s deildarinnar í körfubolta í kvöld og enduðu í sjöunda sæti þar sem Tindastóll tapaði á heimavelli fyrir Stjörnunni. Þór mætir því nafna sínum frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn, en Þorlákshafnarliðið varð í 2. sæti deildarinnar. Tindastóll leikur hins vegar við Keflavík, sem varð deildarmeistari.

Srdjan Stojanovic skoraði mest fyrir Þórsara í kvöld, gerði 27 stig og var með flest framlagsstig, 25. Ivan Aurrecoechea Alcolado gerði 20 stig og er skráður með alls 16 framlagsstig.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum

Nánar í fyrramálið.

Hluti áhorfenda fagna Þórsurum eftir sigurinn í kvöld.

Ivan Aurrecoechea Alcolado, til vinstri, og Srdjan Stojanovic voru bestu menn Þórs í kvöld.