Tap í stórskotahríð í „Þórlákshöfn“
Þór tapaði fyrir nafna sínum frá Þorlákshöfn, 109:104, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. Staðan í einvíginu er því 2:1 fyrir sunnanmenn og liðin mætast næst í Höllinni á Akureyri á miðvikudaginn.
- Skorið í hverjum leikfjórðungi: 26:33 – 28:24 (54:57) – 34:24 – 21:23 (109:104)
Segja má að liðin hafi boðið upp á flugeldasýningu í Þorlákshöfn í kvöld, ellegar stórskotahríð: heimamenn skoruðu úr 18 þriggja skotum en Akureyringarnir úr 16!
Dedrick Deon Basile skoraði 27 stig fyrir Þór og gaf 11 stoðsendingar.
Larry Thomas skoraði 29 stig fyrir Þorlákshafnarliðið og gaf 10 stoðsendingar. Callum Lawson og Styrmir Snær Þrastarson gerðu 25 stig hvor.
Þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslitin og Þorlákshafnarliðið stendur betur að vígi því miðherjinn Adomas Drungilas tók í kvöld út síðasta leikinn í þriggja leikja banni og mætir því til leiks næst.
Líkurnar á að Strákarnir okkar komist áfram í keppninni dvínuðu verulega við tapið í kvöld þótt auðvitað geti allt gerst í íþróttum; mikilvægt verður að fólk fjölmenni í Höllinni á næsta leik og styðji við bakið á liðinu sem aldrei fyrr.
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina úr leiknum.