Tap fyrir ÍR – leikur KA hrundi í seinni hálfleik
KA tapaði fyrir ÍR, 35:29, í furðulegum leik í Olísdeildinni í handbolta á útivelli í dag.
Staðan í hálfleik var 18:15 fyrir KA og ÍR vann því seinni hálfleikinn 20:11, sem er með algjörum ólíkindum.
ÍR er í næst neðsta sæti deildarinnar með 8 stig eftir 15 leiki en KA er aðeins einu sæti ofar, með 11 stig og hefur lokið 16 leikjum. Hörður er lang neðstur með 2 stig en tvö lið falla. Við tapið sogast KA því nær alvöru fallbaráttu og líkurnar á því að liðið komist í átta liða úrslitakeppni minnka einnig þótt möguleikinn sé að sjálfsögðu enn fyrir hendi enda nokkrir leikir eftir.
Þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn í dag voru KA-menn í góðum málum en þá hreinlega hrundi leikur liðsins. ÍR-ingar gerðu sjö mörk í röð; þrjú síðustu í fyrri hálfleik og fjögur fyrstu eftir hlé. ÍR-ingar lék við hvern sinn fingur það sem eftir lifði leiks en KA-menn voru heillum horfnir.
Haukar eru í 8. sæti með 14 stig eftir 15 leiki, Grótta í 9. sæti með 13 stig að loknum 16 leikjum - eftir óvæntan sigur á FH í Hafnarfirði í kvöld -
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 6 (4 víti), Dagur Gautason 6, Gauti Gunnarsson 5, Ólafur Gústafsson 3, Allan Nordberg 2, Magnús Dagur Jónatansson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Arnór Ísak Haddsson 1, Ragnar Snær Njálsson 1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 7 (21,2%), Bruno Bernat 6 (40%)
Leikirnir sem KA á eftir:
- KA – Selfoss
- Stjarnan – KA
- KA – Afturelding
- FH – KA
- KA – Fram
- Grótta – KA
Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum í dag.